Styrkir til félagsmanna KVH úr sjóðum BHM

Þegar tölfræði styrkja úr sjóðum BHM á árinu 2017 er skoðuð, kemur m.a. eftirfarandi í ljós að því er varðar félagsmenn KVH:

Sjúkrasjóður (félagsmenn sem vinna á almennum vinnumarkaði):  Úthlutað var 736 styrkjum til félagsmanna KVH, samtals að fjárhæð  40,3 m kr.

Styrktarsjóður (félagsmenn sem starfa hjá hinu opinbera): Úthlutað var 892 styrkjum til félagsmanna KVH, samtals að fjárhæð 40,6 m kr.

Um helmingur fjárhæðar styrkja í báðum sjóðunum voru sjúkradagpeningar, en aðrar algengustu tegundir styrkja voru: heilsurækt/líkamsrækt, fæðingarstyrkir, meðferð á líkama og sál, gleraugnastyrkur og tannviðgerðir.

Starfsmenntunarsjóður:  Úthlutað var 261 styrk til félagsmanna KVH, samtals að fjárhæð 18,5 m kr.  Styrkir runnu einkum  til kynnisferða, námskeiðskostnaðar, námskostnaðar og ráðstefnukostnaðar.

Starfsþróunarsetur háskólamanna (félagsmenn sem starfa hjá ríki, sveitarfélögum og þeir á almennum markaði sem hafa samið í ráðningarsamningi við vinnuveitanda sinn um greiðslu í sjóðinn): Úthlutað var 102 styrkjum til félagsmanna KVH, samtals að fjárhæð kr. 13,3 m kr.  Styrkir runnu einkum til námskostnaðar, ráðstefnukostnaðar og námskeiðskostnaðar.

KVH vill vekja athygli félagsmanna sinna á þeim möguleikum sem felast í hinum sameiginlegu sjóðum og þeim margvíslegu styrkjum sem hægt er að sækja um, ekki hvað síst vegna sí- og endurmenntunar. Kjarasamningsbundin iðgjöld vinnuveitenda í sjóðina vegna félagsmanna KVH eru mun meiri en sem nemur greiddum styrkjum.  (sjá nánar á vefsíðu KVH, undir Sjóðir og styrkir)

Share This