Undirritað hefur verið samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi KVH við Samband íslenskra sveitarfélaga, með fyrirvara um samþykki þeirra félagsmanna sem undir samninginn heyra.  Með því er heildarkjarasamningur aðila framlengdur með áorðnum breytingum og nýrri launatöflu frá 1. mars 2014 til 31. ágúst 2015.  Efnisatriði samkomulagsins hafa verið kynnt viðkomandi félagsmönnum í rafpósti, en rafræn atkvæðagreiðsla um hann fer fram dagana 3. apríl til 10. apríl n.k.

Share This