Í ljósi sterkrar fjárhagsstöðu Starfsmenntunarsjóðs BHM hefur stjórn sjóðsins ákveðið að breyta úthlutunarreglum hans frá og með 1. nóvember. Helstu breytingar eru þær að hámarksstyrkur sem veittur er á hverju 24 mánaða tímabili er nú 120 þúsund krónur en var áður 100 þúsund krónur. Þá hefur reglum um ávinnslu réttar í sjóðnum verið breytt á þann veg að nú öðlast sjóðfélagi rétt til að hljóta styrk þegar vinnuveitandi hefur greitt iðgjald fyrir hann í 6 mánuði, þar af samfellt í a.m.k. 3 mánuði. Áður þurfti vinnuveitandi að hafa greitt iðgjald samfellt í 6 mánuði til að sjóðfélagi öðlaðist rétt til að hljóta styrk úr sjóðnum.

Share This