KVH vill minna á mikilvægi þess að félagsmenn gæti að því að virk netföng þeirra eru skráð hjá félaginu. Nauðsynlegt er að geta miðlað upplýsingum til félagsmanna er varðar kjaramál og starfsemi félagsins og náð til viðkomandi aðila vegna atkvæðagreiðslna og greiðslna úr Vísindasjóði KVH eftir atvikum. Jafnframt verður kjarakönnun BHM send út núna þriðja árið í röð og er þátttakan mikilvægt framlag félagsmanna.

Félagsmenn geta haft samband við skrifstofu KVH með því að hringja í síma 595-5140 eða senda tölvupóst á netfangið kvh@bhm.is.

Share This