KVH mun bjóða félagsmönnum sínum sem hafa námsmannaaðild upp á námskeið, miðvikudaginn 8. apríl næstkomandi, þar sem farið verður yfir punkta sem byggja upp ímynd (personal branding) í atvinnuleit.

Fyrirlesari verður Silja Jóhannesdóttir sem er ráðgjafi hjá Capacent og hefur mikla reynslu af þessum málum. Jafnframt mun Karen Ósk Pétursdóttir, verkefnastjóri KVH, fjalla um hvað þarf að hafa í huga þegar samið er um laun og kjör í fyrsta sinn þegar gerður er ráðningarsamningur og tenging þess við félagsaðild, kjarasamninga og lög.

Námskeiðið er opið fyrir alla félagsmenn KVH með námsmannaaðild sem hafa áhuga á að læra betur á atvinnuleit.

Tími: Miðvikudaginn 8. apríl kl. 17 – 20

Staðsetning: Borgartún 6, 3 hæð, salur Ásbrú

Þeir sem áhuga hafa á námskeiðinu þurfa að staðfesta þátttöku sína með því að senda tölvupóst á kvh@bhm.is eða karen@bhm.is.

Share This