Formaður BHM sendi í dag, 3. des., eftirfarandi tilkynningu til fjölmiðla:

“BHM, heildasamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði, leggur áherslu á að skuldir vegna námslána séu jafnan metnar til jafns við aðrar skuldir heimila þegar mótaðar eru aðgerðir til að létta skuldir landsmanna. Í tilefni af kynningu á aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar um höfuðstólslækkun húsnæðislána setur BHM fram eftirfarandi kröfur:

1. Að fyrirhuguðum tekjum ríkissjóðs af skatti á fjármálafyrirtæki verði jafnframt varið til niðurgreiðslu námslána, enda samanstandi verðtryggðar skuldir heimilanna af húsnæðis- og námslánum. Þannig sé tryggt að forsendubrestur vegna verðtryggingar sem stjórnvöld hyggjast leiðrétta nái til allra sem fyrir honum urðu.

2. Að skattfrelsi séreignasparnaðar vegna niðurgreiðslu húsnæðislána nái jafnframt til námslána, enda sé í báðum tilfellum um að ræða verðtryggða lántöku vegna langtímafjárfestingar.”

Share This