Meðfylgjandi eru upplýsingar um námskeiðið Markvissari fundir sem haldið verður í næstu viku ásamt dagskrá þess sem fram undan er.

 

Skrá mig á námskeiðið Markvissari fundir

 

Markvissari fundir

Þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:00

Fundir geta verið frábær tæki til að stýra fyrirtækjum, deildum eða einstökum verkefnum. Á námskeiðinu verður farið yfir þá lykla sem hjálpa þér að gera fundina sem þú stýrir markvissa og skilvirka.

 

Kennari er Gunnar Jónatansson. Gunnar er framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi . Hann er með próf í verkefnastjórnun frá HÍ og markþjálfun frá Evolvia og IBT Learning & Development.

 

Námskeiðið verður haldið þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:00-14:00 á Teams.

Skráning fer fram í viðburðadagatali á bhm.is. Smelltu á þennan hlekk til þess að skrá þig á viðburðinn.

Námskeið þetta og öll námskeið sem BHM býður upp á stendur félagsmönnum allra aðildarfélaga BHM til boða þeim að kostnaðarlausu.

 

Næstu námskeið og örfyrirlestraröð BHM

 

Launaviðtalið – þriðjudaginn 4.maí kl. 13:00-15:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Góður undirbúningur og færni í samningatækni er lykilinn að árangri í launaviðtali. Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig þátttakendur geta undirbúið sig sem best fyrir launaviðtal. Kennari er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi. Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið. Athugið að námskeiðið verður ekki aðgengilegt á fræðslusíðu BHM í kjölfarið, en þeir sem skrá sig en komast ekki á námskeiðið verður gert kleift að horfa á það í viku í kjölfarið.

 

Sáttamiðlun á vinnustöðum – fimmtudaginn 6. maí kl. 9:00-12:00 með fjarfundabúnaði á Teams.. Markmið námskeiðsins er að kynna sáttamiðlun sem aðferð til að leysa ágreining og deilumál, hugmyndafræðina sem býr að baki þessari aðferð og hlutverk sáttamiðlara. Kennari er Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og eigandi Sáttaleiðarinnar ehf. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

 

Stjórnun á umrótartímum – þriðjudaginn 18. maí kl. 13:00-14:00 með fjarfundabúnaði á Teams. Óvissa er fylgifiskur margra breytinga en það eru stjórnunaraðferðir sem hafa mikil áhrif, eins og að hafa samráð um breytingar og kynna þær vel. Kennari er Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið og til að skrá þig.

 

Réttindi félagsmanna á vinnumarkaði – örfyrirlestrarröð 10.-13. maí kl. 11:00 á Zoom.

Verður auglýst nánar síðar í tölvupósti, á heimasíðu BHM og Facebook.

 

  • Einelti á vinnustað – Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, fer yfir hvernig einelti lýsir sér, skyldur atvinnurekenda og hvað er til ráða.
  • Fjarvinna – Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, fer yfir niðurstöður könnunar meðal félagsmanna BHM um fjarvinnu og hvað er framundan.
  • Uppsagnir og áminningar – Karen Ósk Pétursdóttir, kjara- og réttindasérfræðingur BHM fer yfir réttindi og skyldur
  • Áreitni á vinnustað – Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, fer yfir hvernig kynferðisleg áreitni lýsir sér, skyldur atvinnurekenda og hvað er til ráða
Share This