Réttindi á vinnumarkaði

Örfyrirlestraröð BHM 10.-14. maí kl. 11:00 á Zoom

Örfyrirlestrarnir fjalla um réttindi starfsfólks og skyldur atvinnurekenda á vinnumarkaði og vara í  um 15 mínútur, að þeim loknum verður hægt að bera fram spurningar. Fyrirlestraröðin er opin öllum en er þó sérstaklega hugsuð fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.

Mánudaginn 10. maí kl. 11:00
Einelti á vinnustað
Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM

Þriðjudaginn 11. maí kl. 11:00
Fjarvinna – niðurstöður könnunar BHM kynntar og
næstu skref rædd
Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM

Miðvikudaginn 12. maí kl. 11:00
Uppsagnir og áminningar, réttindi og skyldur starfsfólks
og atvinnurekenda
Karen Ósk Pétursdóttir, kjara- og
réttindasérfræðingur BHM

Föstudaginn 14. maí kl. 11:00
Kynferðisleg áreitni á vinnustað 
Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM

Smellið hér til að skrá ykkur og fá hlekkina á viðburðina á Zoom.
Fyrirlestrarnir verða teknir upp og hægt að horfa á þá síðar á fræðslusíðu BHM.

 

Einnig viljum við minna á námskeið í stjórnun á umrótartímum.

Þriðjudaginn 18. maí kl. 13:00-14:00

Óvissa er fylgifiskur margra breytinga en það eru stjórnunaraðferðir sem hafa mikil áhrif, eins og að hafa samráð um breytingar og kynna þær vel.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir nokkrar þekktar og gagnlegar breytingakenningar og aðferðir sem gott er fyrir stjórnendur að þekkja.

 

Kennari er Eyþór Eðvarðsson, M.A. í vinnusálfræði, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun

 

Vinsamlegast smellið hér til þess að fá nánari lýsingu og skrá ykkur á viðburðinn.
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og hægt að horfa á hann síðar á Námskeiðasíðu BHM.

Share This