Félagsmenn KVH sem enn eiga eftir að svara hinni árlegu kjarakönnun BHM og aðildarfélaganna, eru eindregið hvattir til að taka þátt. Kjarahluti könnunarinnar er nú bæði styttri og einfaldari en í fyrra. Þátttakan er mikilvægt framlag félagsmanna og eftir því sem gagnasöfnun vindur fram aukast möguleikar BHM og aðildarfélaga til þjónustu við félagsmenn.   Það er rannsóknarfyrirtækið Maskína sem sér um framkvæmd könnunarinnar og rétt er að ítreka að farið verður með öll gögn sem trúnaðarupplýsingar.

Share This