BHM hefur uppfært vef sinn og opnað nýja sérstaka þjónustugátt, Mínar síður.  Þar geta félagsmenn aðildarfélaga BHM á auðveldan hátt nálgast upplýsingar um eigin umsóknir í sameiginlegum sjóðum BHM, þ.e. Sjúkrasjóði, Styrktarsjóði, Starfsmenntunarsjóði og Starfsþróunarsetri. Hægt er að fylgjast með ferli eigin umsókna, eigin notkun á sjóðum, fylgjast með iðgjaldagreiðslum frá vinnuveitanda og vera í rafrænum samskiptum við sjóðafulltrúa, auk þess að geta uppfært persónuupplýsingar eftir atvikum. Félagsmenn KVH eru hvattir til að kynna sér „Mínar síður“ sem fyrst.

Stefnt er að því að stéttarfélögin þrói áfram þennan nýja möguleika varðandi gagnvirk samskipti og upplýsingagjöf.

Share This