Í Hagtíðindum, sem gefin eru út af Hagstofu Íslands, kemur fram að á Íslandi er minnstur munur ráðstöfunartekna milli háskólamenntaðra og þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun, samanborið við aðrar Evrópuþjóðir.  Árið 2014 voru ráðstöfunartekjur fólks með grunnmenntun 87,7% af ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra.  Miðgildi ráðstöfunartekna var á síðasta ári 345 þúsund á mánuði hjá háskólamenntuðum, en 303 þúsund hjá fólki með grunnmenntun.  Þegar skoðaður er samanburður fáein ár aftur í tímann, kemur í ljós að verulega hefur dregið saman með þessum hópum eða nærfellt um 10% frá árinu 2004.   KVH hefur eins og BHM í kjarasamningaviðræðum sínum við ríkið sérstaklega bent á þessa staðreynd og krafist þess að háskólamenntun verði metin að verðleikum til launa.

Share This