Sjóðfélagar OBHM:

Eins og kynnt var í Orlofsblaðinu í vor hefur verið ákveðið að efna til ljósmyndasamkeppni meðal sjóðfélaga OBHM. Þemað er annars vegar orlofsdvöl og hins vegar útivist. Valdar verða tvær bestu myndirnar og hljóta vinningshafar verðlaun í formi orlofsdvalar í leigukostum sjóðsins innanlands, helgi utan úthlutunartímabils.

Ákveðið hefur verið að skilafrestur ljósmynda sé 1. október 2015.

Ljósmyndum skal skila í tölvupósti til rekstrarstjóra OBHM á netfangið margret@bhm.is

 

 

Share This