Þriðjudaginn 27. nóvember nk. stendur BHM fyrir opnum morgunfundi þar sem fjallað verður um grunnþætti íslenska lífeyriskerfisins, það borið saman við lífeyriskerfi nágrannalandanna og vikið að mögulegri framtíðarþróun kerfisins.

Fundurinn fer fram á Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir) milli kl. 9:00 til 10:30.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vef BHM. Skráningargjald er kr. 2.000 og greiðist með greiðslukorti við skráningu (debet- eða kreditkorti).

Dagskrá

 • 8:30 Húsið opnar, morgunkaffi
 • 9:00 Fundur settur
 • 9:05 Uppbygging íslenska lífeyriskerfisins – í stuttu máli
  • Vala Rebekka Þorsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins – LSR.
 • 9:30 Lífeyriskerfið og erlendur samanburður
  • Björn Z. Ásgrímsson, sérfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu, og Stefán Halldórsson, verkefnastjóri hjá Landssamtökum lífeyrissjóða
 • 9:55 Spáð í spilin – Rýnt í framtíð lífeyriskerfisins
  • Unnur Pétursdóttir, formaður FS og fulltrúi BHM í stjórn LSR
 • 10:20 Samantekt fundarstjóra
 • 10:30 Dagskrárlok

Fundarstjóri er Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs – stéttarfélags háskólamenntaðra

Share This