Í júní mánuði undirrituðu heildarsamtök launafólks og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum samkomulag er felur í sér að sett verður á stofn samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Markmiðið er að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra.  Samstarf verður haft við Hagstofu Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Seðlabankann og aðra eftir atvikum.  Fulltrúi BHM í nefndinni er Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM

Share This