Komin er út greinargóð skýrsla um launaþróun og efnahagsumhverfi, sem unnin var sameiginlega af aðilum vinnumarkaðarins, þar á meðal BHM, og með samstarfi við Hagstofu Íslands, Seðlabankann og fleiri aðila.

Skýrslan sýnir margar fróðlegar niðurstöður. Til að mynda kemur fram að á öllu tímabilinu frá 2006 – 2013 var launaþróun hjá ríki og sveitarfélögum jöfn, en laun á almennum markaði hækkuðu nokkru meira en hjá hinu opinbera, eða um 3,8% umfram laun hjá ríkinu og um 4,3% umfram laun hjá sveitarfélögum.

Þá kemur í ljós að vísitala kaupmáttar félagsmanna aðildarfélaga BHM hefur enn ekki náð þeirri stöðu sem hún var árið 2006. Munar þar um 3%.  Þetta og fleira má sjá í skýrslunni sjálfri.

Skýrsluna má nálgast hér.

Share This