Borið hefur á því að félagsmenn stéttarfélaga, sem aðild eiga að Starfsþróunarsetri háskólamanna (STH), eru í tengslum við samþykktar umsóknir sínar að verða fyrir aukakostnaði vegna aðgerða í kjölfar COVID-19 eða fá ekki endurgreiðslu fyrir útlögðum kostnaði námskeiða sem felld hafa verið niður.

Vegna þessa hefur stjórn STH ákveðið að koma til móts við félagsmenn í þessum aðstæðum og gefa kost á viðbótarstyrk allt að 50.000 kr., sem gildir til 1. maí 2021, til þeirra sem þegar hafa sótt um styrk og verða fyrir aukakostnaði af þessum sökum. Styrkur þessi hefur ekki áhrif á styrkrétt viðkomandi.

Er því eftirfarandi styrkt (samtals að hámarki 50.000 kr.):

1. Breyting, niðurfelling eða kaup á nýju flugi

Styrkur er veittur fyrir breytingargjaldi flugs eða greiðslu á nýju flugi ef það er ekki er hægt að breyta flugi sem tilheyrir sama verkefni. Leggja þarf fram gögn um að endurgreiðsla fáist ekki og/eða að viðkomandi hafi ekki fengið tjónið bætt að fullu hjá kortafyrirtæki/tryggingafélagi sínu.

2. Kostnaður sem ekki fæst endurgreiddur

Styrkur er veittur til félagsmanna fyrir þeim kostnaði sem þeir hafa lagt út fyrir ef ekki er möguleiki á endurgreiðslu enda hafi þeir reikninga/greiðslukvittanir fyrir útlögðum kostnaði. Leggja þarf fram gögn um að endurgreiðsla fáist ekki.

Nánari upplýsingar um hvernig á að sækja um styrkinn eru hér: Starfsþróunarsetur háskólamanna .

Share This