21.október 2019

  • Staðsetning: BHM – Borgartún 6
  • Tími: 14:00 – 16:00
  • Skráningartímabil: Opið

Vegna mikillar eftirspurnar mun Sirrý Arnardóttir endurflytja síðdegisfyrirlestur á vegum BHM um viðtalsbók sína Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný næstkomandi mánudag, 21. október. Í bókinni ræðir Sirrý við konur sem hafa kiknað undan álagi – „klesst á vegg“ – en náð bata aftur. Meðal annars spyr hún hvað hafi valdið þessu og hvað hafi orðið konunum helst til bjargar og gert þeim kleift að fá aftur starfsorkuna og lífsgleðina. Í fyrirlestri sínum mun Sirrý ræða efni bókarinnar, lesa upp valda hluta úr henni og síðan leiða almennar umræður um kulnun, örmögnun, álag, samanburð, sítengingu, vinnutíma og bjargráð kvenna.

Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum BHM, Borgartúni 6 í Reykjavík (4. hæð) milli kl. 14:00 og 16:00.

Vinsamlegast athugið að sætafjöldi er takmarkaður og skrá þarf mætingu fyrirfram hér að neðan.Opið er fyrir skráningu. 

Athugið einnig að fyrirlestrinum verður streymt á streymissíðu BHM (smellið hér).

Skráning á viðburðinn má finna hér.

Share This