Samningafundi KVH og ríkisins sem frestað var, verður haldið áfram í þessari viku.  Þau stéttarfélög háskólamanna sem enn eiga í viðræðum við ríkið hafa jafnframt fundað sameiginlega sín á milli síðustu daga.

Í síðustu viku gerði ríkið nýjan kjarasamning við tvö af stærstu samböndum stéttarfélaga innan ASÍ, þ.e. Starfsgreinasambandið (með 19 aðildarfélög og um 50 þús félagsmenn)  og Flóabandalagið svokallaða (Efling í Reykjavík, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur).  Að sögn formanns samninganefndar ríkisins varð kostnaðarauki þessara samninga um 28%, en þeir gilda til 31.mars 2019.  Mat viðsemjenda var hins vegar ögn hærra eða tæplega 30%.   

Verkföll SFR og sjúkraliða standa nú yfir og viðræður ríkisins við þau félög hafa átt sér stað að undanförnu undir stjórn ríkissáttasemjara.  Náist fljótlega niðurstaða í þeim viðræðum ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að ríkið geti samið við KVH og þau sex önnur háskólafélög sem enn eiga ósamið.

 

Share This