Í júlí mánuði gerðu KVH og Samninganefnd ríkisins (SNR) samkomulag um stutta frestun samningaviðræðna yfir hásumarið meðan deila annarra 18 aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga var til úrskurðar hjá Gerðardómi, skv. lagasetningu þar um, og sömuleiðis málarekstur fyrir Hæstarétti.

Gerðardómur birti úrskurð sinn fyrir fáeinum dögum og í  þessari viku héldu viðræður KVH og SNR áfram. Á samningafundi aðila í morgun var sú staða rædd sem komin er upp í kjölfar úrskurðar Gerðardóms, en hún er til skoðunar með hliðsjón af fyrri tillögum sem bæði KVH og SNR höfðu lagt fram í sumar.   Fundurinn var á jákvæðum nótum og verður annar samningafundur í næstu viku, en KVH hefur lagt áherslu á að ljúka samningaviðræðum sem allra fyrst.

Share This