Þann 16. maí skrifaði Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga. Fyrir hönd KVH skrifuðu Birgir Guðjónsson formaður Samninganefndar KVH, Oddgeir Ottesen framkvæmdastjóri og Stefán Þór Björnsson formaður stjórnar KVH undir samninginn.

Fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu Margrét Sigurðardóttir og Bjarni Ómar Haraldsson undir samninginn.

Samninganefnd KVH þakkar Samninganefnd Samandsins fyrir góð samskipti og gott samstarf.

Kjarasamningurinn er í atkvæðagreiðslu sem lýkur 23. maí kl. 13.

 

Share This