KVH hefur nú gert samkomulag um breytingu og framlengingu á kjarasamningi við Reykjavíkurborg, með fyrirvara um samþykki þeirra félagsmanna sem undir samninginn heyra.  Samningurinn var undirritaður aðfaranótt 16. apríl og um leið gengu níu önnur aðilarfélög BHM frá samningum við borgina. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2014 til 31. ágúst 2015.  Samningurinn verður kynntur félagsmönnum strax eftir páska og í framhaldi af því mun atkvæðagreiðsla um hann eiga sér stað.

KVH og önnur aðildarfélög BHM hafa nú gengið frá endurnýjun kjarasamninga við Samband ísl. sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, en framundan er samningalota við ríkið um nýjan kjarasamning.  Þá á KVH eftir að ganga frá kjarasamningum við Rarik, OR, RUV og SFH.

Samningur KVH og annarra aðildarfélaga BHM við Samtök atvinnulífsins (SA) er ótímabundinn og felur ekki í sér  ákvæði um launabreytingar, því að á almennum vinnumarkaði semja háskólamenn um laun sín í einstaklingsbundnum ráðningarsamningum.

Share This