Kjarasamningaviðræður KVH við ríkið standa nú yfir en félagsmenn KVH hjá ríkinu eru um 500 talsins. Gildistími síðasta samnings var til 28. febrúar sl. eins og samningar flestra annarra aðildarfélaga BHM.   Upphaflega stóð KVH að sameiginlegri kröfugerð BHM og sameiginlegum viðræðum, en leiðir skildu þegar önnur aðildarfélög boðuðu til verkfallsaðgerða.  KVH taldi boðun slíkra aðgerða ekki tímabæra og var félagsmönnum hjá ríkisstofnunum gerð nánari grein fyrir þeirri afstöðu.  

Viðræður við ríkið hafa gengið hægt og á það einnig við um samningaviðræður á almennum vinnumarkaði. Mikið ber enn á milli hugmynda aðila um hækkun launaliða.  Viðræður við aðra viðsemjendur, þ.e. fyrirtæki á almennum markaði, OR, Rarik, RUV og SFV eru ekki hafnar.  Kjarasamningur KVH/BHM við SA er ótímabundinn og hefur viðræðum um hann verið frestað. Þá renna kjarasamningar KVH við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga út í haust.

Share This