Vinnuhópur aðila vinnumarkaðarins kynnti nýlega, á fundi í Rúgbrauðsgerðinni, skýrslu um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga í Skandinavíu. Markmiðið með úttektinni er að kanna og leita fyrirmynda á hinum Norðurlöndunum sem geti nýst við að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi þannig að þeir stuðli að stöðugu verðlagi, auknum kaupmætti launa og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Skýrslan er mjög upplýsandi og eru félagsmenn KVH hvattir til að kynna sér efni hennar, en hana má sjá á vefsíðu BHM.

Share This