Í dag voru kynntar niðurstöður kjarakönnunar BHM, sem gerð var í vor og náði til félagsmanna í öllum aðildarfélögum BHM.  Könnunin var mjög yfirgripsmikil og þar er að finna miklar og gagnlegar upplýsingar fyrir félögin og félagsmenn, með hliðsjón af fjölmörgum  þáttum m.a. kyni og  staðsetningu á vinnumarkaði. Meðal-heildarlaun viðskiptafræðinga og hagfræðinga reyndust hafa verið um 612 þúsund krónur í febrúar mánuði s.l., en meðal-heildarlaun allra BHM félaga var hins vegar um 522 þúsund krónur.  Stjórn KVH mun á næstu vikum rýna þessar niðurstöður og nýta við undirbúning komandi kjarasamninga. Niðurstöður könnunarinnar og heildarskýrslu má nálgast á vefsíðu BHM.

Share This