Í öllum kjarasamningum aðildarfélaga BHM við aðila vinnumarkaðarins er ákvæði um persónuuppbót sem í daglegu tali er einnig kölluð desemberuppbót. Desemberuppbótin er föst krónutala og miðast við fullt starf, en breytist í samræmi við starfshlutfall og starfstíma einstaklings á árinu. Desemberuppbótina skal greiða út 1. desember hjá ríkinu og sveitarfélögunum en 15. desember í síðasta lagi á almennum vinnumarkaði.

Hér að neðan má sjá hver desemberuppbótin er fyrir fullt starf árið 2020 miðað við kjarasamninga við ólíka aðila vinnumarkaðarins:

  • Ríkið: 94.000 kr.
  • Reykjavíkurborg: 103.100 kr.
  • Samband íslenskra sveitarfélaga: 118.750 kr.
  • Samtök atvinnulífsins (almennur vinnumarkaður): 94.000 kr.

Desemberuppbót á að færa inn á launaseðil 1. desember

KVH hvetur félagsmenn sína til þess að skoða launaseðilinn í byrjun desembermánaðar, á honum á að vera liðurinn desemberuppbót eða persónuuppbót ásamt upphæðinni sem greiða skal út. Þá þarf einnig að fylgjast með því að upphæðin skili sér inn á launareikning.

Jafnframt hvetur KVH félagsmenn sína til þess að skoða ávallt launaseðilinn sinn þegar hann berst, því það er aldrei loku fyrir það skotið að mistök hafi orðið við launaútreikning.

Share This