Samningaviðræður KVH við ríkið um nýjan kjarasamning aðila halda enn áfram og hefur næsti fundur verið boðaður í byrjun næstu viku.  Aðilar hafa skipst á tillögum og rætt ítarlega fjölmörg atriði kröfugerðar, en niðurstaða er enn ekki fengin.  Félagsmenn KVH hjá ríkinu verða upplýstir um framgang mála eftir því sem hægt er, en félagið leggur mikla áherslu á að samningar náist sem allra fyrst.

Share This