Framadagar eru ætlaðir háskólanemum, útskrifuðum sem og núverandi nemendum. Markmið Framadaga er að háskólanemar fái tækifæri til að kynna sér vinnumarkaðinn, fyrirtæki og fjölbreytta möguleika varðandi sumarstörf, framtíðarstörf eða verkefnavinnu. Mikil stemmning var við bás BHM sem bauð nemendum að taka þátt í könnun á því hvað þau vildu að stéttarfélög gerðu fyrir þau í framtíðinni. Þau voru einnig spurð að því hvaða laun þau vildu fá á vinnumarkaði að námi loknu. Þá tóku þau þátt í happdrætti þar sem Ipad mini var í vinning. Menn höfðu á orði að fjörið væri mikið við básinn hjá BHM.

Share This