Fróðlegt er að skoða fjölda umsókna félagsmanna KVH í hina ýmsu sjóði BHM á árinu 2012 og styrkveitingar til þeirra.  Dæmi:   Alls komu 676 umsóknir frá KVH-félögum í Styrktarsjóð BHM og var úthlutað vegna þeirra rúmlega 21,3  mkr eða um 7,6% af heildarúthlutun sjóðsins.   Þá sóttu 185 félagar í KVH í Sjúkrasjóð BHM og fengu úthlutað um 6,2 mkr sem var um 10,5% af heildarúthlutun sjóðsins.  Alls 100 félagar í KVH sóttu um í Starfsmenntunarsjóð BHM og var úthlutað um 7,5 mkr til þeirra eða um 7,3% af heilarúthlutun sjóðsins.  Níu félagsmenn sóttu um styrki til Starfsþróunarseturs BHM og fengu úthlutað samtals 1,9 mkr (og var það vegna umsókna frá 2011).  Þá sóttu alls 282 félagsmenn um ýmsa orlofskosti, einkum orlofshús en 243 af þeim hópi  fengu úthlutað orlofshúsi.

Share This