BHM þakkar félagsmönnum aðildarfélaga fyrir frábærar viðtökur á námskeiðasíðunni sem sett var á laggirnar fyrir tæpu ári. Nú hafa yfir 2.400 félagsmenn stofnað aðgang og horft á námskeið og fyrirlestra sem þar hafa verið aðgengileg í lengri eða styttri tíma.

Það er einnig óhætt að segja að föstu námskeiðin frá Tækninám.is hafi lagst vel í fólk. Það eru yfir þrjátíu námskeið sem eru aðgengileg út árið 2021. Hér að neðan er listi yfir þau 10 námskeið sem hafa hlotið mesta áhorfið.

  1. Excel í hnotskurn
  2. Skipulegðu vinnudaginn með aðferðum Lean
  3. Teams í hnotskurn
  4. Delve í hnotskurn
  5. Grunnnámskeið í Office 365
  6. Fjarvinna í Microsoft Office 365
  7. Flow kynning
  8. Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook
  9. Microsoft Sharepoint í hnotskurn
  10. Excel Pivot töflur

Smelltu hér til að skrá þig inn á námskeiðasíðuna.

Share This