Þær breytingar hafa orðið á stjórn BHM að Guðlaug Kristjánsdóttir lét af starfi formanns eftir að hafa gegnt því í sex og hálft ár, eins og komið hefur fram.  Við tók Páll Halldórsson, sem áður var varaformaður bandalagsins.  Formannaráð BHM kaus síðan  Guðfinnu Höllu Þorvaldsdóttur, varaformann í stað Páls.  Inn í stjórn BHM kemur, Birgir Guðjónsson, formaður KVH, en hann var áður  fyrsti varamaður.   Þannig verður skipan mála fram að næsta aðalfundi BHM næstkomandi vor.

Stjórn BHM skipa nú: Páll Halldórsson, formaður, Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, varaformaður, Bragi Skúlason, ritari, Michael Dal, gjaldkeri, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, Steinunn Bergmann og Birgir Guðjónsson.  Varamaður er Hanna Dóra Másdóttir.

Share This