BHM hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademias um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Akademias er rafrænn vettvangur fyrir menntun og þjálfun sem býður upp á fjölda lengri og styttri námskeiða og námslína. Listi yfir námskeið í fyrirtækjaskóla eru neðar í þessum tölvupósti.

 

Fjórða iðnbyltingin og óskir félagsmanna

Það hefur verið stefna BHM út frá fjórðu iðnbyltingunni að auka rafræna fræðslu til félagsmanna. Aðstæður vegna heimsfaraldurs flýttu því ferli töluvert en undanfarin tvö ár hefur BHM lagt mikla áherslu á að bjóða upp á vandaða rafræna fræðslu. Lokaður rafrænn vettvangur fyrir námskeið og fyrirlestra var settur upp hér og hefur nýting námskeiða aukist til muna með tilkomu hans.

 

Jafnframt kom skýrt fram í nýlegri þjónustukönnun vegna fræðslu BHM að félagsmenn eru langánægðastir með að hafa aðgang að rafrænum námskeiðum þegar þeim hentar og að geta tekið þátt í námskeiðum í beinni hvar sem þeir eru staddir á landinu. Áhersla hefur því verið lögð á að taka upp námskeið og fyrirlestra og hafa aðgengilega í a.m.k. viku í kjölfarið á lokaða rafræna vettvangnum.

 

Samningur BHM og Akademias

Innifalið í samningnum er aðgangur að 39 rafrænum námskeiðum sem nú eru á vef Akademias auk annarra námskeiða sem bætast við hjá þeim á árinu. BHM fagnar samningnum því námskeiðin eru afar fjölbreytt og spennandi og mæta vel þeim óskum félagsmanna sem fram komu í fyrrnefndri þjónustukönnun. Hér neðar á síðunni er yfirlit yfir námskeiðin sem félagsmönnum standa til boða hjá Akademias. Þess má geta að ekki var samið um aðgang að Microsoft námskeiðum því samskonar námskeið voru aðgengileg öllum félagsmönnum á námskeiðasíðu BHM allt síðasta ár.

 

Hér er annar listi yfir þau námskeið sem eru á fræðsludagskrá BHM á þessu misseri. Á dagskrá eru fjölbreyttir fyrirlestrar og námskeið sem félagsmenn geta tekið þátt í í rauntíma en þó rafrænt vegna aðstæðna. Sem fyrr þá eru flest námskeið og fyrirlestrar tekin upp og aðgengileg í viku í kjölfarið, nema annað sé tekið fram.

 

Skráning í fyrirtækjaskóla Akademias

Þegar þú skráir þig færðu aðgang að öllum námskeiðum fyrirtækjaskóla Akademias út árið 2022. Samið var um pláss í samræmi við þann fjölda sem hefur nýtt sér námskeið á fræðsludagskrá BHM undanfarið ár.

Því er mikilvægt að hafa í huga að við skráningu þá skuldbindur þú þig til að sækja a.m.k. eitt námskeið hjá fyrirtækjaskóla Akademias.

Smelltu hér til þess að skrá þig í fyrirtækjaskóla Akademias með aðgangi í gegnum BHM. Þú færð svo tölvupóst með nánari upplýsingum og kóða til að skrá þig inn.

 

 

Menning og heilbrigði

Í leit að starfi (fyrir fráfarandi starfsfólk )
Heildræn heilsa 1/3 – Andleg með Tolla
Heildræn heilsa 2/3 – Líkamleg með Indíönu
Heildræn heilsa 3/3 – Betri Svefn með Dr. Erlu
Stafræn umbreyting og leiðtogar
Mannauðsstjórnun og breytingar
Tilfinningagreind og hluttekning
Samskipti og samræður

 

Öryggi og eftirlit

Jafnlaunavottun, námskeið fyrir starfsfólk
Innleiðing jafnlaunakerfa fyrir stjórnendur
Persónuvernd (GDPR fyrir fyrirtæki)
Netöryggi með Deliotte. (Fyrir einstaklinga)

 

Leiðtoginn og skipulag

Aðferðafræði Coaching fyrir stjórnendur
Markmiðasetning með Dr. Erlu og Þóru
Tímastjórnun og skipulag funda
Stjórnun lykilverkefna með OKR
Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja
Stofnun fyrirtækja með KPMG
Verkefnastjórnun með ASANA
Verkefnastjórnun og skipulag
Leiðtoginn og stjórnunarstílar
Stefnumótun og skipulag
Stjórnarhættir og sjálfbærni fyrirtækja
Fjármál og fjármálalæsi
Fjárfestingar og virðisstjórnun

 

Markmiðasetning og sala

Ofurþjónusta með Pétri Jóhanni
Sala á fyrirtækjamarkaði með Pipedrive
Tekjustýring og verðlagning
Almannatengsl, fjölmiðlar og krísustjórnun
Stjórnun markaðsstarfs
Sala og sölutækni
Markaðsstarf í kreppu
Markaðsrannsóknir og greiningar

 

Stafræn markaðssetning

Myndvinnsla með Photoshop
Auglýsingakerfi Facebook og Instagram
Google Ads, auglýsingar á Google og Youtube
Vefverslun með Shopify
Vefsíðugerð með Squarespace
Póstlistar með Mailchimp
Share This