Skráning í BHM-fræðsluna hefst í dag, fimmtudaginn 8. október.

Dagskráin verður fjölbreytt að vanda. Segja má að boðið verði upp á „verkfærakistu“ þar sem er að finna ýmis tól.

Námskeiðin eru af ýmsum toga og fjalla m.a. um teymisvinnu, að skapa umbótamenningu með straumlínustjórnun (LEAN) sem hefur það að markmiði að bæta rekstur fyrirtækja. Hvernig leysa eigi vandamál, stýra verkefnum og haga stefnumótun með A3 sem er eitt af verkfærum Lean. Aðferðarfræði Beyond budgeting sem er framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna. Hvaða mælikvarða er best að nota í ýmsum rekstrareiningum varðandi mannauð. Við lærum að Tísta í Twitter 101 og hvað virkar í samfélagsmiðlun og hvernig á að nota þá miðla rétt. Trúnaðarmannafræðslan verður á sínum stað og svo endum við önnina á námskeiði um núvitund sem er einföld og áhrifarík leið til að takast á við krefjandi áskoranir daglegs lífs.

Share This