Framboðsnefnd BHM auglýsir eftir félagsmönnum aðildarfélaga sem hafa áhuga á að sitja í stjórnum og nefndum bandalagsins (sjá nánar upptalningu hér að neðan). Áhugasömum er bent á að hafa samband við sitt félag fyrir 15. febrúar nk. Félögin munu svo sjá um að koma upplýsingum um frambjóðendur til framboðsnefndar BHM.

Kosið verður í fjölmargar ábyrgðarstöður innan bandalagsins á aðalfundi þess sem haldinn verður 27. maí nk. Varaformaður BHM verður kjörinn í rafrænni kosningu af aðalfundarfulltrúum eigi síðar en fjórum vikum fyrir aðalfund, samkvæmt ákvæði í lögum bandalagsins sem samþykkt var á framahaldsaðalfundi sl. sumar.

Á aðalfundinum verður kjörið í eftirtaldar stöður:

Stjórn BHM: Þrír aðalmenn í stjórn BHM til tveggja ára.
Varamaður stjórn BHM: Tveir varamenn í stjórn BHM til eins árs.
Skoðunarmenn reikninga: Tveir skoðunarmenn reikninga og einn til vara til eins árs.
Framboðsnefnd: Fimm nefndarmenn og tveir til vara.
Kjörstjórn: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
Kjara- og réttindanefnd: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd: Tveir nefndarmenn og einn til vara.
Jafnréttisnefnd: Tveir nefndarmenn og tveir til vara.
Lagabreytinganefnd: Fimm nefndarmenn.
Stjórn Orlofssjóðs: Tveir nefndarmenn til tveggja ára.
Stjórn Sjúkrasjóðs: Tveir nefndarmenn til tveggja ára.
Stjórn Starfsmenntunarsjóðs: Einn nefndarmaður til tveggja ára.

Share This