Fróðlegt er að skoða samanburð á atvinnuleysi milli landa, en hlutfall atvinnuleysis gefur vísbendingar um ástand á vinnumarkaði  og efnahag þjóða.  Í nýjum tölum frá EUROSTAT kemur fram að meðaltals atvinnuleysi í 28 Evrópusambandsríkjum var 12,1%  nú í júlí s.l. sem þýðir að um 26,6 milljón manna var án atvinnu í þessum löndum.   Þegar sambærilegum tölum er bætt við fyrir Noreg og Ísland, kemur í ljós að hlutfall atvinnuleysis er lægst í Noregi (3,4%), Austurríki (4,8%), Þýzkalandi (5,3%) og Íslandi (5,5%), en lang hæst í Grikklandi (27,6%) og Spáni (26,3%).

Share This