Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar nam atvinnuleysi  í júní síðast liðnum  3,9% á landinu öllu og hefur það ekki verið minna síðan fyrir hrun eða í árslok 2008.   Atvinnuleysi meðal karla var 3,3%, en 4,6% meðal kvenna.  Á höfuðborgarsvæðinu reyndist atvinnuleysi karla vera 3,9%, en kvenna 5,2%.

Þegar horft er til menntunar  þá er um fimmtungur atvinnuleitenda eða 21% með háskólanám eða sérskólanám á háskólastigi.  Ekki liggja fyrir tölur um fjölda viðskiptafræðinga og hagfræðinga sem eru atvinnulausir, enda dreifast þeir á nokkur stéttarfélög, auk þess sem einhver hluti þeirra er utan félaga.  Hins vegar greiddu 12 atvinnuleitendur félagsgjöld til KVH í júní s.l. og er það rétt rúmlega  1 % af greiðandi félagsmönnum.

Share This