Orlofssjóður BHM

ÁTT ÞÚ ORLOFSHÚS SEM ÞÚ VILT LEIGJA?

Orlofssjóður BHM (OBHM) óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið 2020. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir a.m.k. 6 til 8 manns í gistingu.

Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á obhm@bhm.is

Gott væri að fram kæmu upplýsingar um staðsetningu, byggingarár, ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð.

Share This