Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn fimmtudaginn 25 . mars 2021, kl. 12:00 – 13:30. Fundurinn er rafrænn en skráningarform verður sent til félagsmanna á morgun, föstudaginn 12. mars.

 

Dagskrá:

Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári

Reikningar félagsins

Tillögur félagsstjórnar

Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf

Lagabreytingar

Ákvörðun félagsgjalda

Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins

Önnur mál

 

Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa þrjá aðalmenn til stjórnarsetu í 2 ár, þ.e. formann, gjaldkera og meðstjórnanda. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn og tvo skoðunarmenn reikninga. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta:

  • Til formanns: Ársæll Baldursson og Stefán Þór Björnsson.
  • Til gjaldkera: Ásta Leonhardsdóttir og Helga S. Sigurðardóttir
  • Til meðstjórnanda: Guðjón Hlynur Guðmundsson, Helga S. Sigurðardóttir og Stefán Þór Björnsson
  • Til varastjórnar: Björn Bjarnason, Irina S. Ogurtsova og Karl Einarsson. Sjálfkjörin.
  • Til skoðunarmanna reikninga: Jóngeir Hlinason og Magnús Sigurðsson. Sjálfkjörnir.

 

Það skal sérstaklega áréttað að atkvæðisrétt á aðalfundum og kjörgengi í embætti hafa þeir félagsmenn sem eru fullgildir félagar þann 1. mars næst á undan aðalfundi.

Til þess að teljast fullgildir félagsmenn þá þurfa viðkomandi að hafa sótt um formlega aðild og skilað viðurkenndu prófskírteini til félagsins.

 

Félagsmenn KVH eru hvattir til að taka þátt í aðalfundinum.

Share This