Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga var haldinn 25. mars sl. Í fyrsta skipti í sögu félagsins var fundurinn haldinn rafrænn, en það er ánægjulegt að greina frá því að 85 félagsmenn KVH tóku þátt í fundinum. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins, samþykkt reikninga og fjárhagsáætlunar, fór fram kosning í embætti.

Eftirfarandi skipa nýja stjórn KVH:

  • Stefán Þór Björnsson, formaður
  • Ásta Leonhardsdóttir, varaformaður/ritari
  • Helga S. Sigurðardóttir, gjaldkeri
  • Guðjón Hlynur Guðmundsson, meðstjórnandi
  • Heiðrún Sigurðardóttir, meðstjórnandi

 

Varastjórn skipa:

  • Björn Bjarnason
  • Irina S. Ogurtsova
  • Karl Einarsson
Share This