Aðalfundur KVH var haldinn 18.mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins, samþykkt reikninga og fjárhagsáætlunar, fór fram kosning í embætti. Í aðalstjórn til tveggja ára voru kosin Guðfinnur Þór Newman og Ragnheiður Ragnarsdóttir. Fyrir í aðalstjórn eru Birgir Guðjónsson, formaður, Ársæll Baldursson, gjaldkeri og Stefán Þór Björnsson, meðstjórnandi.   Í varastjórn til eins árs voru kosin Helga S. Sigurðardóttir, Hjálmar Kjartansson og Sæmundur Árni Hermannsson.

Share This