Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn föstudaginn 18. mars 2016, kl. 12:00 – 14:00, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 3. hæð.

Dagskrá:

  • Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
  • Reikningar félagsins
  • Skýrslur og tillögur nefnda
  • Tillögur félagsstjórnar
  • Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalda
  • Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
  • Önnur mál

Samkvæmt lögum félagsins skulu með aðalfundarboði fylgja upplýsingar um tilnefningar/framboð til embætta félagsins.  Á þessum aðalfundi skal kjósa tvo aðalmenn í stjórn til næstu tveggja ára.  Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara  til þessara embætta:  Guðfinnur Þór Newman, Helga S. Sigurðardóttir og Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Þá skulu kosnir þrír í varastjórn til eins árs.  Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara: Hjálmar Kjartansson og Sæmundur Árni Hermannsson.

Share This