Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga var haldinn 23. mars sl. Jóngeir Hlinason var kosinn fundarstjóri og Björn Bjarnason var kosinn ritari.

Dagskrá fundarins var:

 • Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
 • Reikningar félagsins
 • Tillögur félagsstjórnar
 • Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalda
 • Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
 • Önnur mál

 

Aðalfundur samþykkti að félagsgjöld skyldu vera óbreytt 0,6% af heildarlaunum.  Sigríður Svavarsdóttir var kosin í embætti ritara og Ingólfur Sveinsson í embætti meðstjórnanda.  Stjórn KVH fram að næsta aðalfundi er því skipuð á eftirfarandi hátt:

 • Stefán Þór Björnsson, formaður
 • Helga S. Sigurðardóttir, gjaldkeri
 • Sigríður Svavarsdóttir, ritari
 • Guðjón Hlynur Guðmundsson, meðstjórnandi
 • Ingólfur Sveinsson, meðstjórnandi

 

 

 

 

 

Share This