Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 4. hæð.

Dagskrá:

 • Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
 • Reikningar félagsins
 • Skýrslur og tillögur nefnda
 • Tillögur félagsstjórnar
 • Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalda
 • Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
 • Önnur mál

Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa þrjá aðalmenn til stjórnarsetu í 2 ár, þ.e. formann, gjaldkera og meðstjórnanda. Einnig þarf að kjósa meðstjórnanda til eins árs þar sem meðstjórnandi, sem kjörinn var í stjórn 2017, fór úr stjórn í ágúst 2018. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta:

 

 • Til formanns:  Ársæll Baldursson (sjálfkjörinn)
 • Til gjaldkera: Helga Sigurðardóttir og Sæmundur Árni Hermannsson. Kosning.
 • Til meðstjórnanda (til 2. ára): Stefán Björnsson og Helgi Þór Jónasson. Kosning.
 • Til meðstjórnanda (til 1. árs): Sæmundur Árni Hermannsson.
 • Til varastjórnar: Birgir Guðjónsson; Björn Bjarnason; Hjálmar Kjartansson og Tjörvi Guðjónsson. Kosning.
Share This