Í þessari viku verður opnað fyrir skráningar á neðangreinda viðburði.

Skráning á námskeiðið Grænir leiðtogar hefst miðvikudaginn 10. nóvember kl. 12:00, smelltu hér til að skrá þig.

 

Grænir leiðtogar – innleiðing grænna skrefa
Námskeið endurtekið vegna vinsælda og verður haldið mánudaginn 22. nóv. kl. 13:00-16:00

 

Á fjölmörgum stofnunum og starfsstöðvum ríkis og borgar eru að verða til nýir leiðtogar í umhverfismálum, það er starfsfólkið sem heldur utanum innleiðingu Grænna skrefa á sínum vinnustað. Á námskeiðinu verður farið yfir hvað það þýðir að vera leiðtogi í umhverfismálum, hvaða máli það skiptir fyrir ríki, borg og samfélagið í heild að hafa leiðtoga í umhverfismálum.

Námskeiðið verður haldið mánudaginn 22. nóvember kl. 13:00-16:00 á Teams.

 

Ávinningur þátttakenda:

  • Aukinn skilningur á þeim umhverfisvanda sem heimurinn á við í dag og á þeim lausnum sem verið er að innleiða á alþjóðavettvangi og á Íslandi
  • Skilningur á tilgangi Grænna skrefa og hvernig þau hafa áhrif á stóru myndina
  • Öryggi í leiðandi hlutverki á vinnustaðnum við innleiðingu Grænna skrefa
  • Skýrari sýn á hvernig leiðtogi þátttakandi vill vera

 

Leiðbeinandi er Snjólaug Ólafsdóttir doktor í umhverfisverkfræði, hún starfar sem verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi.

 

Vinsamlegast athugið að sæti á námskeiðið eru takmörkuð, síðasta námskeið fylltist fljótt og hefst skráning miðvikudaginn 10. nóvember kl. 12:00 í viðburðadagatali BHM. Smelltu hér til að skrá þig.

 

Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn um Skrif fyrir vefinn.

 

Skrif fyrir vefinn

Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13:00-14:00 á Teams

Fyrirlestur ætlaður þeim sem skrifa fyrir vefi og þurfa að skrifa aðgengilegan texta sem nær til fólks.

Talað verður um rödd og tón, notendamiðaðan og auðlæsan texta auk þess sem fjallað verður um aðgengismál.

 

Berglind Ósk Bergsdóttir hefur starfað sem notendamiðaður textasmiður síðan 2018 en starfaði áður sem framenda- og app forritari hjá Kolibri, QuizUp og gogoyoko.

Fyrirlesturinn verður haldinn með fjarfundabúnaði á Teams. Smelltu hér til að skrá þig.

Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.

Share This