Námskeið: Vörumerkið ég

Tími: Fimmtudagurinn 28. mars kl. 17 – 19
Staðsetning: Borgartún 6, 4 hæð

„Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir öllum þeim þáttum sem koma til við atvinnuleit. Í dag er ekki lengur nóg að smella kennitölunni sinni á blað og síðasta starfi og búast við ráðningu. Oft þarf að bera sig eftir björginni og huga vel að heildarmyndinni.“

Þetta segir Silja sem vann við ráðningar í yfir þrjú ár hjá Capacent ráðningum og þar áður í fjögur ár sem stjórnandi sem meðal annars sá um ráðningar.
Á þessu námskeiði verður farið lauslega í helstu þætti sem koma að atvinnuleit, ferilskrá, samfélagsmiðla, atvinnuviðtöl, almenn samskipti og hlutverk kynningarbréfs svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðið mun standa yfir frá kl. 17:00 – 19:00.

Námskeiðið er opið fyrir þá félagsmenn sem hafa námsmannaaðild KVH. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og gildir því reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Vörumerkið Ég
Forsenda fyrir skráningu er að aðili sé með námsmannaaðild KVH
Sending

Share This