Fréttasafn

Fjárhæð desemberuppbótar hjá ríkinu

Fjárhæð desemberuppbótar hjá ríkinu verður miðuð við 92.000 kr., líkt og fram hefur komið í samningstilboðum SNR undanfarna mánuði.

Áunnin réttindi félagsmanna verði virt

Húsfyllir á baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun Á sameiginlegum baráttufundi ellefu aðildarfélaga BHM í morgun var samþykkt ályktun þar sem fullum stuðningi er lýst við kröfur samninganefnda félaganna í yfirstandandi kjaraviðræðum við ríkið. Viðsemjendur...

Orlofsblað BHM kemur framvegis eingöngu út á rafrænu formi

Stjórn Orlofssjóðs BHM hefur ákveðið að Orlofsblaðið komi framvegis eingöngu út á rafrænu formi. Til þessa hefur blaðið verið prentað og borið út til sjóðfélaga. Ákvörðunin er í takt við breytt viðhorf og væntingar til stofnana og fyrirtækja á sviði umhverfismála....

Kröfurnar eru skýrar

Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson, gagnrýndi í fréttum RÚV í gær fimm aðildarfélög BHM sem undirrituðu kjarasamning við ríkið sl. mánudag. Að sögn formanns Sameykis stóðu aðildarfélög BSRB í þeirri trú að stéttarfélög opinberra starfsmanna ætluðu að fylgjast að...

Skráning á póstlista KVH

Félagsmenn KVH sem óska eftir því að skrá sig á póstlista KVH og fá nýjustu fréttir í tölvupósti mega endilega senda tölvupóst á steinar@bhm.is með upplýsingum um nafn og netfang.    

Nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs BHM

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM hefur samþykkt nýjar úthlutunarreglur fyrir sjóðinn og taka þær gildi 1. nóvember nk. Á undanförnum misserum hafa útgjöld sjóðsins vegna sjúkradagpeninga aukist verulega en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Þetta veldur því að eiginfjárstaða...

Kulnun og bjargráð kvenna – auka fyrirlestur

21.október 2019 Staðsetning: BHM - Borgartún 6 Tími: 14:00 - 16:00 Skráningartímabil: Opið Vegna mikillar eftirspurnar mun Sirrý Arnardóttir endurflytja síðdegisfyrirlestur á vegum BHM um viðtalsbók sína Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný næstkomandi...

Skráning á grunnnámskeið I fyrir trúnaðarmenn er hafin.

BHM skipuleggur og stendur fyrir sérstökum námskeiðum fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga. Venjulega er grunnnámskeið fyrir trúnaðarmenn verið haldið á haustönn og framhaldsnámskeið á vorönn. Að þessu sinni verður grunnnámskeiðið haldið þriðjudaginn 5. nóvember...

Síða 2 af 2312345...1020...Síðasta »
Share This