HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Sumarhús erlendis

Umsóknarfrestur um orlofshús erlendis rennur út á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Félagsmenn sem áhuga hafa á þeim orlofskostum eru hvattir til að sækja um í tíma.   Umsóknir eru sendar inn rafrænt í gegnum Bókunarvef Orlofssjóðs BHM.

 

Öflugur baráttufundur BHM

Á baráttufund BHM í Háskólabíói mættu um 900 manns. Guðlaug Kristjánsdóttir form BHM gerði grein fyrir sameiginlegum áhersluatriðum aðildarfélaganna í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum og í lok fundar var samþykkt eftirfarandi ályktun:

„Sameiginlegur kjarafundur BHM haldinn í Háskólabíói þann 6. febrúar 2014 lýsir fullum stuðningi við áherslur samninganefnda BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fundurinn hvetur viðsemjendur til þess að virða og meta menntun og leiðrétta þá rýrnun sem orðið hefur á kjörum háskólamenntaðra undanfarin ár. Fundurinn beinir því til stjórnvalda að setja þekkingu í forgang á íslenskum vinnumarkaði, leiðrétta laun félagsmanna BHM og þannig stuðla að hagsæld til framtíðar.“

Baráttufundur BHM

KVH  hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna á sameiginlegan kjarafund aðildarfélaga BHM sem haldinn verður í Háskólabíói, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 15.  Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir stöðu kjarasamningaviðræðna og fjallað um næstu skref.   Fjölmennum og sýnum samstöðu !

 

Kjarasamningaviðræður

Flest aðildarfélög BHM þar á meðal KVH ákváðu fyrir skömmu að hefja sameiginlegar könnunarviðræður við opinbera viðsemjendur, þ.e. ríki, Samband ísl. sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, um þau meginatriði í kröfugerð félaganna sem sameiginleg eru.   Þriggja manna viðræðunefnd hefur umboð stéttarfélaganna og hana skipa formaður BHM, framkvæmdastjóri BHM og lögmaður BHM.   Viðræður eru hafnar en kjarasamningar við þessa viðsemjendur eru lausir um næstu mánaðarmót.   Samhliða munu samninganefndir aðildarfélaga BHM ræða við þessa viðsemjendur um sérkröfur sínar.

Undirbúningur viðræðna KVH við fjóra viðsemjendur aðra er sömuleiðis hafinn, en samningar KVH eru nú lausir við Orkuveitu Reykjavíkur, Rarik, RUV og Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH).

Eins og þeir félagsmenn KVH þekkja sem starfa á almennum vinnumarkaði, þá semja félagsmenn sjálfir um laun sín í ráðningarsamningi, en KVH/BHM semja við SA um önnur réttinda-  og kjaramál í miðlægum kjarasamningi.  Núgildandi kjarasamningur aðildarfélaga BHM við SA er frá 1.10.2011 og hefur honum ekki verið sagt upp, en búast má við endurskoðun á honum þegar samningamál fara að skýrast betur.   Talsverð óvissa ríkir nú um framhald kjarasamningaviðræðna almennt í kjölfar þess að meirihluti aðildarfélaga ASÍ höfnuðu nýgerðum kjarasamningum við SA.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur