HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Kjarasamningaviðræður KVH

Kjarasamningaviðræður KVH við ríkið standa nú yfir en félagsmenn KVH hjá ríkinu eru um 500 talsins. Gildistími síðasta samnings var til 28. febrúar sl. eins og samningar flestra annarra aðildarfélaga BHM.   Upphaflega stóð KVH að sameiginlegri kröfugerð BHM og sameiginlegum viðræðum, en leiðir skildu þegar önnur aðildarfélög boðuðu til verkfallsaðgerða.  KVH taldi boðun slíkra aðgerða ekki tímabæra og var félagsmönnum hjá ríkisstofnunum gerð nánari grein fyrir þeirri afstöðu.  

Viðræður við ríkið hafa gengið hægt og á það einnig við um samningaviðræður á almennum vinnumarkaði. Mikið ber enn á milli hugmynda aðila um hækkun launaliða.  Viðræður við aðra viðsemjendur, þ.e. fyrirtæki á almennum markaði, OR, Rarik, RUV og SFV eru ekki hafnar.  Kjarasamningur KVH/BHM við SA er ótímabundinn og hefur viðræðum um hann verið frestað. Þá renna kjarasamningar KVH við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga út í haust.

Aðalfundur BHM

Aðalfundur BHM var haldinn 22. apríl s.l. Nýr formaður bandalagsins var kosinn og er það Þórunn Sveinbjarnardóttir.   Fulltrúar KVH í stjórnum, ráðum og nefndum BHM eru eftirtaldir: Birgir Guðjónsson (varamaður í stjórn BHM); Gunnar Gunnarsson (skoðunarmaður reikninga BHM og varaformaður Orlofssjóðs BHM); Hallur Páll Jónsson (í Kjara- og réttindanefnd BHM); Ragnheiður Ragnarsdóttir (í Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd BHM); Halla Sigurðardóttir (í stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM); Björn Snær Guðbrandsson (í stjórn Sjúkrasjóðs BHM).  Skýrslu stjórnar BHM og önnur aðalfundargögn má finna á vefsíðu BHM.

Námskeið KVH fyrir námsmenn

KVH hélt námskeið í apríl fyrir þá félagsmenn sem hafa námsmannaaðild að KVH.  Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Silja Jóhannesdóttir, ráðgjafi og Karen Ósk Pétursdóttir, verkefnastjóri KVH. Á námskeiðinu var einkum fjallað um atvinnuviðtöl og undirbúning þeirra, gerð ferilskráa og ráðningasamninga.

Fundir KVH á Akureyri

KVH efndi til félagsfundar í byrjun apríl á Akureyri, en ríflega 80 félagsmenn eru búsettir þar. Á fundinum sem var fjölmennur og vel sóttur, var farið yfir stöðu kjarasamninga og viðræðna. Einnig hélt KVH kynningarfund með námsmönnum í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur