HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Menntun og ráðstöfunartekjur

Í Hagtíðindum, sem gefin eru út af Hagstofu Íslands, kemur fram að á Íslandi er minnstur munur ráðstöfunartekna milli háskólamenntaðra og þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun, samanborið við aðrar Evrópuþjóðir.  Árið 2014 voru ráðstöfunartekjur fólks með grunnmenntun 87,7% af ráðstöfunartekjum háskólamenntaðra.  Miðgildi ráðstöfunartekna var á síðasta ári 345 þúsund á mánuði hjá háskólamenntuðum, en 303 þúsund hjá fólki með grunnmenntun.  Þegar skoðaður er samanburður fáein ár aftur í tímann, kemur í ljós að verulega hefur dregið saman með þessum hópum eða nærfellt um 10% frá árinu 2004.   KVH hefur eins og BHM í kjarasamningaviðræðum sínum við ríkið sérstaklega bent á þessa staðreynd og krafist þess að háskólamenntun verði metin að verðleikum til launa.

Samningaviðræðum KVH við ríki frestað

Á fundi samninganefnda KVH og ríkisins í gær, 30. júní, var undirritað samkomulag um frestun kjaraviðræðna um sinn. Aðilar munu halda áfram viðræðum að fáeinum vikum liðnum og verða þær m.a. byggðar á þeim gögnum og kröfum sem báðir aðilar hafa lagt fram.

Sem kunnugt er hefur kjaradeila annarra aðildarfélaga BHM við ríkið siglt í strand með lagasetningu og mun Gerðardómur kveða upp úrskurð sinn, líklega í ágúst n.k. Þá hafa helstu aðildarfélög BSRB einnig frestað kjaraviðræðum við ríkið yfir hásumarið.

Kjarasamningaviðræður KVH við ríkið

Viðræður KVH um endurnýjun kjarasamnings við ríkið hafa nú staðið yfir í all langan tíma samfellt, en gildistími síðasta samnings var til 28. febrúar s.l.  Ítarlega hefur verið rætt um megin atriði kröfugerðar, m.a. launaliði og gildistíma, stofnanasamninga og samkeppnishæfni ríkisstofnana um laun viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hefur ríkið haldið sig við tillögur um sambærilega hækkun launaliða og samið var um fyrir skömmu við stóra hópa á almennum vinnumarkaði.  Þá er vert að hafa í huga að samningaviðræður ríkisins við önnur aðildarfélög BHM og ýmsa aðra hópa háskólamanna hafa enn ekki borið árangur. Talsvert ber enn á milli aðila.

Síðasti samningafundur KVH og ríkis var í gær og hefur næsti fundur verið boðaður innan fárra daga.

Fyrsti maí 2015

BHM og aðildarfélög þess taka þátt í sameiginlegri 1.maí göngu stéttarfélaganna og eru félagsmenn hvattir til að taka þátt. Safnast verður saman við Borgartún 6, kl. 13:00 og gengið verður að Hlemmi, en þaðan fer stóra gangan af stað kl. 13:30. Útifundurinn sjálfur verður á Ingólfstorgi og hefst kl. 14:10.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur