HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Nýtt fréttabréf KVH

Hafin er útgáfa sérstaks fréttabréfs fyrir félagsmenn KVH og kemur það í stað hefðbundinna fjöldasendinga. Verður það sent af og til með gagnlegum upplýsingum í örstuttu máli. Ekki er gert ráð fyrir að íþyngja félagsmönnum með mörgum bréfum, en þessi útgáfa kemur til viðbótar vefsíðu félagsins og facebook síðu.

„Mínar síður“ og sjóðir BHM

BHM hefur uppfært vef sinn og opnað nýja sérstaka þjónustugátt, Mínar síður.  Þar geta félagsmenn aðildarfélaga BHM á auðveldan hátt nálgast upplýsingar um eigin umsóknir í sameiginlegum sjóðum BHM, þ.e. Sjúkrasjóði, Styrktarsjóði, Starfsmenntunarsjóði og Starfsþróunarsetri. Hægt er að fylgjast með ferli eigin umsókna, eigin notkun á sjóðum, fylgjast með iðgjaldagreiðslum frá vinnuveitanda og vera í rafrænum samskiptum við sjóðafulltrúa, auk þess að geta uppfært persónuupplýsingar eftir atvikum. Félagsmenn KVH eru hvattir til að kynna sér „Mínar síður“ sem fyrst.

Stefnt er að því að stéttarfélögin þrói áfram þennan nýja möguleika varðandi gagnvirk samskipti og upplýsingagjöf.

Launaþróun og kaupmáttur

Komin er út greinargóð skýrsla um launaþróun og efnahagsumhverfi, sem unnin var sameiginlega af aðilum vinnumarkaðarins, þar á meðal BHM, og með samstarfi við Hagstofu Íslands, Seðlabankann og fleiri aðila.

Skýrslan sýnir margar fróðlegar niðurstöður. Til að mynda kemur fram að á öllu tímabilinu frá 2006 – 2013 var launaþróun hjá ríki og sveitarfélögum jöfn, en laun á almennum markaði hækkuðu nokkru meira en hjá hinu opinbera, eða um 3,8% umfram laun hjá ríkinu og um 4,3% umfram laun hjá sveitarfélögum.

Þá kemur í ljós að vísitala kaupmáttar félagsmanna aðildarfélaga BHM hefur enn ekki náð þeirri stöðu sem hún var árið 2006. Munar þar um 3%.  Þetta og fleira má sjá í skýrslunni sjálfri.

Skýrsluna má nálgast hér.

Úr kjarakönnun BHM: Vinnutími, námsleyfi og fleira

Í kjarakönnun BHM/KVH var spurt um margt fleira en mánaðarlaun og heildarlaun. Til að mynda kemur fram að meðaltal vinnustunda KVH félaga var rúmar 43 stundir á viku árið 2012 eða nokkru meira en meðaltal BHM sem var 42 stundir.  Karlar í KVH unnu að jafnaði 44,7 klst á viku, en konur 42 klst.

Um 89% félagsmanna KVH töldu sig hafa átt rétt á námsleyfi á síðustu 12 mánuðum, en aðeins um 3% sóttu um það leyfi og fengu.  Hér er því augljóslega ástæða fyrir félagsmenn að huga að þessum réttindum sínum og nýta þau miklu betur.

Þegar spurt var um starfsánægju reyndust um 70% félaga KVH vera mjög eða frekar ánægðir í starfi, en 9% fremur eða mjög óánægðir. Hæsta hlutfall þeirra sem voru óánægðir var hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum.

Um 27% félagsmanna töldu líklegt að þeir myndu af alvöru leita að nýju starfi á næstu 12 mánuðum og voru yngstu svarendurnir líklegri til þess en aðrir.

Flestir eða 87% félagsmanna KVH fengu laun sín eftirágreidd. Þá höfðu um 36% félagsmanna aksturssamning eða ökutækjastyrk.

Alls voru um 92% félagsmanna KVH með skriflega ráðningarsamninga, en um 8% höfðu enga slíka, einkum af almenna vinnumarkaðinum.

Síða 70 af 76« Fyrsta...102030...6869707172...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um