HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Orlofssjóður BHM – orlofshús erlendis

KVH vill minna félagsmenn á að lokafrestur til að senda inn umsókn um orlofshús erlendis rennur út á miðnætti 15. febrúar 2017. Sótt er um hér. Úthlutun fer fram strax daginn eftir, eða 16. febrúar.       Hér má nálgast rafræna útgáfu Orlofsblaðsins.

 

BHM-fræðslan

Hér má nálgast fræðsludagskrá BHM fyrir komandi vorönn.

Dagskráin/skráning er einnig aðgengileg á heimasíðu BHM: http://www.bhm.is/um-bhm/fraedsla/dagskrafraedslu/

Opnað verður fyrir skráningu á námskeiðin kl. 12:00 á hádegi miðvikudaginn 4. janúar nk. Fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður og gildir því reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Breyttar úthlutunarreglur Sjúkra- og Styrktarsjóðs BHM

Vakin er athygli á breyttum úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs BHM og Styrktarsjóðs BHM sem tóku gildi 1. janúar 2017.

KVH vill hvetja félagsmenn til að kynna sér þá sjóði sem standa til boða og nýta eftir atvikum. Upplýsingar um sjóðina má nálgast hér.

Orlofssjóður BHM – útlönd í sumar

Nú er hægt að senda inn umsókn um leigu á orlofshúsum eða íbúðum í útlöndum í sumar. Til að sækja um þarf að fara inn á bókunarvefinn. Hægt er að breyta umsókninni  á meðan umsóknarfrestur er ekki liðinn. Það skiptir ekki máli hvenær á umsóknarfrestinum umsóknin kemur inn svo framarlega sem hún kemur inn í síðasta lagi á lokadeginum. Úthlutun fer eftir punktakerfi.

Umsóknarfrestur rennur út sem hér segir:

Útlönd  á miðnætti       —    15. febrúar  2017, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 16. febrúar.

Páskar   á miðnætti      —   1. mars 2017, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 2. mars.

Sumarið innanlands 2016  —   30. mars 2017, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 31. mars.

KVH vill minna á að Orlofssjóður BHM er á facebook, þangað eru settar auglýsingar um sumarhús sem losna með stuttum fyrirvara. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista á Bókunarvef sjóðsins.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur